Gljúfurárhlaupið er haldið í fyrsta skipti nú með tímatöku en í fyrra var það haldið sem tilraunaverkefni í undirbúningi fyrir þetta hlaup. Rásmark og mark er við bæinn Vatnsdalshóla þar sem nóg pláss verður fyrir farartæki hlaupara. Þar er hægt að komast á salerni. Hlaupið er um gönguslóða, reiðleiðir og vegslóða. Á þeim hluta leiðar sem ekki er á vel afmörkuðum slóða verður leiðin vel merkt með flöggum. Drykkjarstöðvar 5 km vatn 11 km bananar, vatn og íþróttadrykkur 15 km vatn 20 km íþróttadrykkur og vatn