Hlaupahópurinn 550 Rammvilltar, í samvinnu við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV, standa að spennandi utanvegahlaupi í fallegu umhverfi Skagafjarðar! Þetta er einstakt tækifæri til að njóta náttúrunnar, hreyfa sig og eiga góðan dag með fjölskyldu og vinum.
The running group 550 Rammvilltar, in co-operation with the regional association of local authorities SSNV, has created a new trail running event in a stunning landscape in the backyard of Saudarkrokur. This is a great opportunity to enjoy nature, get some motion and create memories with family and friends.
Fyrsti kafli hlaupsins verður meðfram Sauðánni í gegnum Litla Skóg, en hann er eitt af kennileitum Sauðárkróks. Þegar hlaupið er upp úr skóginum liggur leiðin upp og áleiðis í átt að fjallinu Molduxa. Sú leið býður upp á gullfallega náttúru. Stórfenglegt útsýni í skóglendi og melum og allt þar á milli. Á leiðinni blasir við allur fjörðurinn og þar með eyjarnar Drangey og Málmey. Þegar hæsta punkti er náð, við rætur Molduxa (550m) er drykkjarstöð. Eftir hana liggur leiðin niður á við og farnar eru svokallaðar Kimbastaðagötur. Þær liggja í gegnum lyng, móa og mela og bjóða upp á fyrrnefnda eyjasýn ásamt útsýni yfir Héraðsvötnin og fallegar sveitir Skagafjarðar. Hlaupið endar loks aftur í Litla Skógi þar sem endamarkið liggur við upphaf skógarins.
The race starts close to the regional highscholl FNV and goes up to Mt. Molduxi. At the roots of the mountain the routes turns to the left and then down the path Kimbastadagotur all the way down to the startline.