Snæfellsjökulshlaupið Snæfellsjökulshlaupið verður haldið 21. júní n.k og verður þetta í fjórtánda skiptið sem hlaupið er haldið. Í ár verður fjöldi þátttakenda takmarkaður við 350 manns. Skráningu lýkur kl. 24:00 sunnudaginn 15. júní. Þar sem upphafsstaður hlaupsins er rúmgóður verða allir ræstir í einu. Mælst er til að hröðustu hlaupararnir sé
The Snaefellsjokull Run will take place on Saturday, June 21. This is the 14th edition of the event, limited to 350 participants. Route: The course is about 22 km, mostly on gravel. The first 8 km are uphill, with about 700 m elevation gain. Snow and mud are possible on the way. The route finishes in Olafsvik with beautiful views of Snaefellsjokul
Hlaupaleiðin er um 22 km. Langstærsti hluti hlaupsins er malarvegur. Fyrstu 8 km þarf að hlaupa upp í móti í c.a. 700 metra hæð. Síðan tekur hlaupaleiðin að smá lækka þar til komið er til Ólafsvíkur. Hlauparar eiga von á að þurfa kljást við snjó og drullu frá 1 km til 7 km af leiðinni, en fer það eftir því hvað veturinn var snjóþungur. Hlauparar fá á leiðinni að upplifa einstaka náttúrufegurð og að öllu ógleymdu allri þeirri orku sem Snæfellsjökull býr yfir. Fjórar drykkjarstöðvar verða á leiðinni á c.a. 5 km millibili sem Björgunarsveitin Lífsbjörg mun sjá um. Á Arnarstapa verður bíll þar sem hlauparar hafa kost á að skilja eftir auka hluti og fatnað sem verður afhendur í Sjómannagarðinum í Ólafsvík. Einnig tekur Björgunarsveitin við fatnaði við drykkjarstöðvar á hlaupaleiðinni og verður afhendur í Sjómannagarðinum að hlaupi loknu.