Event Information

 Gardabaer, Iceland
18 May 2024

Stjörnuhlaup VHE 2024

Stjörnuhlaup VHE fer fram laugardaginn 18. maí. Stjörnuhlaupið er utanvegahlaup í fallegu umhverfi í landi Vífilsstaða og Heiðmörk.Hlauparar verða ræstir frá Miðgarði kl. 10:00 og í boði eru tvær vegalengdir, annars vegar 11 km (einn hringur) og hins vegar 22 km (tveir hringir). Báðar vegalengdir byrja og enda við Miðgarð. Aðstaða fyrir þátttakend

The Stjörnuhlaup VHE takes place on Saturday, May 18th. The run is an off-road race in the beautiful surroundings of Vífilsstaðir and Heiðmörk. Runners will start from Miðgarður at 10:00, and two distances are offered: 11 km (one lap) and 22 km (two laps). Both distances start and finish at Miðgarður. The facilities for participants are as good as

Stjörnuhlaup VHE

ITRA Points
Itra Images
Mountain Level
  2
Finisher Level
  230
National League

Course details

 Race Date: 2024/05/18
 Start Time: 10:00:00
 Participation: Solo
 Distance: 22.00
 Elevation Gain: +624
 Elevation Loss: -624
 Time Limit: 5:0:0
 Number of Aid Stations: 1
 Number of Participants: 2000
 
 

About the Race

Rás- og endamark er við innganginn í íþróttahúsinu Miðgarði sem stendur við golfvöllinn í Vetrarmýrinni. Hlaupaleiðin liggur í landi Vífilsstaða og Heiðmörk og m.a. um útvistarskógana í Smalaholti og Sandahlíð. Farið er frá Miðgarði eftir slóð austur undir Hnoðraholti og meðfram golfvellinum inni í skóg Skógræktar Garðabæjar í Smalaholti og hlaupið þar á stígum upp á Smalaholtið sem gefur fallegt útsýni yfir Vífilsstaðavatn og Bláfjöllin. Þaðan liggur leiðin á stíg í Smalaholtinu austur að hesthúsum Garðabæjar þar sem farið er yfir Vatnsendaveg og upp í Sandahlíðina fyrir ofan hesthúsin. Komið er upp á mela Sandahlíðar Garðabæjar-megin fyrir ofan Guðmundarlund. Leiðin þaðan liggur stuttlega á hestastíg í átt að nýja Skátaheimilinu í Garðabæ. Tekin er skörp beygja við Skátaheimilið þar sem drykkjarstöð er og farið í vesturátt að Vífilsstaðavatni eftir nýjum malarstíg sem tengist við malarstíginn í botni Vífilsstaðavatns. Áður en farið er niður stíginn er útsýni í vestur ægi fagurt og á góðum degi er útsýni yfir hafið og blasir Snæfellsjökullinn við. Þegar komið er niður að Vífilsstaðavatni ofan af hæðinni er haldið beint áfram meðfram Vífilsstaðavatni að neðra bílastæði við útfallið í Hraunslæk (Vífilsstaðalækinn), farið yfir göngubrúna og beygt til vinstri að efra bílastæðinu og yfir Flóttamannaleiðina og áfram að Vífilsstöðum. Farið er framhjá Vífilsstöðum á bílaplaninu og beygt til hægri. Þá liggur leiðin beint að Miðgarði á nýrri malbikaðri göngubraut sem er 800 m niður að Miðgarði með góðum endaspretti. Brautin er í hækkunarferli um hóla og hæðir fyrstu 5,5 km með hæsta punkt í 150 m hæð frá Miðgarði. Hæsti punkturinn er í hlíðinni ofan við nýja Skátaheimilið. Leiðin þaðan er nánast öll niður á við og skörp og löng lækkun er niður nýja stíginn að Vífilsstaðavatni. Samanlögð hækkun brautarinnar er um 200 m. Undirlag brautarinnar er ekki torfært heldur þjappaðir moldarstígar eins og eru í víðast hvar í Heiðmörk, hestastígar að hluta og góðir malarstígar. Fyrir kappsama hlaupara er hægt að gefa í eftir að klifri lýkur á 5,5 km sem er í hlíðinni fyrir ofan Skátaheimilið í Heiðmörk. Framkvæmdaraðili biður þátttakendur að skilja ekkert eftir sig eins og umbúðir og annað í brautinni. Hægt er að losa sig við það á drykkjarstöðinni við Skátaheimilið eða á marksvæðinu.

The route starts from Miðgarður, following a trail eastward beneath Hnoðraholt and along the golf course, into the forest of Skógrækt Garðabæjar in Smalaholt, where it continues on paths up to Smalaholt. This provides a beautiful view over Vífilsstaðavatn and the Bláfjöll mountains. From there, the path leads east to the Garðabær stables, crossing Vatnsendaveg and up into Sandahlíð above the stables. The route reaches the ridge of Sandahlíð on the Garðabær side, above Guðmundarlund. The route then briefly follows a horse trail towards the new Scout Center in Garðabær. A sharp turn at the Scout Center, where there is a drink station, leads the path westward to Vífilsstaðavatn along a new gravel path that connects to the existing gravel path at the bottom of Vífilsstaðavatn. Before descending the path, there's a breathtakingly beautiful view to the west, and on a clear day, the view stretches over the sea with Snæfellsjökull glacier in sight. Upon descending to Vífilsstaðavatn from the hill, the route continues straight along Vífilsstaðavatn to the lower parking lot at the outlet in Hraunslækur (Vífilsstaðalækur), crosses a footbridge, and turns left to the upper parking lot, crossing Flóttamannaleið and onward to Vífilsstaðir. The route passes Vífilsstaðir on the parking area and turns right. Then it heads straight to Miðgarður on a new asphalt footpath which is 800 meters down to Miðgarður, allowing for a good final sprint. The route inclines over hills and heights for the first 5.5 km, reaching its highest point at 150 meters elevation from Miðgarður. The highest point is on the slope above the new Scout Center. From there, the route is almost entirely downhill, with a sharp and long descent down the new path to Vífilsstaðavatn. The total elevation gain of the route is about 200 meters. The surface of the route is not difficult but consists of compacted dirt paths as commonly found in Heiðmörk, partially horse trails, and good gravel paths. For competitive runners, it's possible to push the pace after the climb at 5.5 km, which is on the slope above the Scout Center in Heiðmörk. The organizers ask participants not to leave anything behind, such as wrappers and other items on the course. There are opportunities to dispose of these items at the drink station near the Scout Center or at the finish area.