Event Information

 Borgarfjörður eystri, Iceland
06 July 2024

Dyrfjallahlaup 2024

Dyrfjallahlaupið býður hlaupurum af öllum getustigum að upplifa einstaka náttúru Víknaslóða á nýjan hátt. Þessi ógleymanlegi viðburður fer fram í einstaku umhverfi hinna svipsterku Dyrfjalla. Hlaupið er fyrir alla – hvort sem þú ert vanur fjallahlaupari, náttúruunnandi eða ævintýragjarn byrjandi.

The Dyrfjallahlaup offers runners of all abilities a new way to experience the unique nature of the Viknaslodir Trails. This unforgettable event takes place in the unique setting of the striking Dyrfjoll Mountains. The race is for everyone, whether you are a seasoned mountain runner, a nature lover or an adventurous beginner.

ULTRA 50 km

ITRA Points
Itra Images
Mountain Level
  5
Finisher Level
  450
National League

Course details

 Race Date: 2024/07/06
 Start Time: 08:00:00
 Participation: Solo
 Distance: 50.60
 Elevation Gain: +2560
 Elevation Loss: -2620
 Time Limit: 9:0:0
 Number of Aid Stations: 2
 Number of Participants: 100
 
 

About the Race

Við hefjum leika á sama stað og 24 km leiðina, við brúnna sem liggur yfir Þverá innst inn í Borgarfirði. Þátttakendur fara þaðan upp í Kækjudal eftir vel merktri leið upp með ánni og stefna að Kækjuskörðum. Þar uppi er efsti punktur leiðarinnar, 770 metrar og eins og gefur að skilja er útsýnið stórkostlegt þaðan. Nú liggur leiðin niður í Loðmundarfjörð þar sem er komið niður á vegslóðann þar og honum fylgt út fjörðinn og svo yfir Neshálsinn til Húsavíkur. Þegar komið er niður að skála Ferðafélagsins er haldið áfram í átt að hinum magnaða Hvítserk eftir veginum og síðan er tekin hægri beygja sem kallast Gæsavatnaleið og haldið áfram eftir veginum sem liggur út Breiðuvík að gönguskála. Farið er yfir Stóruá í Breiðuvík á göngubrú. Frá Breiðuvík er hlaupið eftir gönguleið um gróið land og mela ofan Kjólsvíkur að Syðra-varpi (445 m). Þaðan er hlaupið ofan við Hvalvík og svo út Brúnavík niður að slysavarnaskýli. Þar sem hlaupaleiðirnar mætast. Vaða þarf Brúnavíkuránna sem er ekki mikið vatnsfall og er hún þveruð alveg niður við sjó. Frá Brúnavík tekur við stíf brekka fyrst áleiðis að Brúnavíkurskarði (354m). Hlaupið er þennan hluta leiðarinnar eftir gamalli reiðgötu sem er góð og mikið gengin. Frá Brúnavíkurskarði liggur leiðin niður að sjó og síðustu 400 metrana er hlaupið á malbiki að endamarki við Borgarfjarðarhöfn. Drykkjarstöð er á þremur stöðum á leiðinni, við veginn þegar komið er niður í Loðmundarfjörð, svo við Breiðavíkuskála með vatni og næringu og síðast við Brúnavíkurskála. Skyldubúnaður keppenda fer eftir veðri og vindum en allir þátttakendur eru krafðir um að vera með drykkjarílát í bakopoka, flautu og álteppi hvernig sem viðrar. Ef það verður rigning og kuldi þurfa þátttakendur að vera með regnjakka og buxur.

Coming soon