Event Information

 Borgarfjörður eystri, Iceland
08 July 2023

Dyrfjallahlaup 2023

Dyrfjallahlaupið býður hlaupurum af öllum getustigum að upplifa einstaka náttúru Víknaslóða á nýjan hátt. Þessi ógleymanlegi viðburður fer fram í einstaku umhverfi hinna svipsterku Dyrfjalla. Hlaupið er fyrir alla – hvort sem þú ert vanur fjallahlaupari, náttúruunnandi eða ævintýragjarn byrjandi.

The Dyrfjallahlaup offers runners of all abilities a new way to experience the unique nature of the Viknaslodir Trails. This unforgettable event takes place in the unique setting of the striking Dyrfjoll Mountains. The race is for everyone, whether you are a seasoned mountain runner, a nature lover or an adventurous beginner.

24 km

ITRA Points
Itra Images
Mountain Level
  5
Finisher Level
  240
National League

Course details

 Race Date: 2023/07/08
 Start Time: 10:00:00
 Participation: Solo
 Distance: 23.50
 Elevation Gain: +1140
 Elevation Loss: -1200
 Time Limit: 6:0:0
 Number of Aid Stations: 2
 Number of Participants: 250
 
 

About the Race

Leiðin hefst við Þverá í innsveit Borgarfjarðar. Fyrst um sinn er hlaupið eftir jeppaslóða áður en er beygt inn á gönguleið um Urðarhóla. Þar er stuttur grófur kafli áður en er komið að hinu fallega Urðarhólavatni. Þaðan er hlaupið eftir gönguleið að Víknaheiði (258m) inn á grófan jeppaslóða sem liggur út Breiðuvík að gönguskála. Farið er yfir Stóruá í Breiðuvík á göngubrú. Frá Breiðuvík er hlaupið eftir gönguleið um gróið land og mela ofan Kjólsvíkur að Syðra-varpi í 445m hæð. Þaðan er hlaupið ofan við Hvalvík og svo út Brúnavík niður að slysavarnaskýli þar sem hlaupaleiðirnar mætast. Vaða þarf Brúnavíkuránna sem er ekki mikið vatnsfall og er hún þveruð alveg niður við sjó. Frá Brúnavík tekur við stíf brekka fyrst áleiðis að Brúnavíkurskarði (354m). Hlaupið er þennan hluta leiðarinnar eftir gamalli reiðgötu sem er góð og mikið gengin. Frá Brúnavíkurskarði liggur leiðin niður að sjó og síðustu 400 metrana er hlaupið á malbiki að endamarki við Borgarfjarðarhöfn.

The route starts at Þverá in the inner part of Borgarfjörður. To begin with, we run along a jeep trail before turning onto a hiking trail around Urðarhólar. There is a short rough section before reaching the beautiful Urðarhólavatn. From there we run along a hiking trail to Víknaheiði (258m) into a rough jeep trail that runs out of Breiðuvík to a hiking hut. We then cross Stóruá in Breiðuvík on a footbridge. From Breiðuvík we run along a hiking trail through overgrown land and mill above Kjólsvík to Syðra-varp at an altitude of 445m. From there, the race is above Hvalvík and then out to Brúnavík down to the hiking shelter where the running routes meet. The Brúnavík river needs to be waded but it´s not a large watercourse and is crossed right down by the sea. From Brúnavík, a steep slope then leads you to Brúnavíkurskarð (354m). The race is part of the way along an old riding trail that is in good condition and used for a lot of hiking. From Brúnavíkurskarð, the road goes down to the sea and the last 400 meters is a race on asphalt to the end at Borgarfjarðarhöfn.